Vasabræður 2004
Forsíða
Dagbók
Fróðleiksmolar
Leiðarlýsing
Vasa-vísan

Vasaloppet.se
Á keppnisdag

(Tölvupóstfang bræðranna hefur verið aftengt)

Aðsend hvatningarvísa:
Eiðabræður einbeittir
eru menn sem þora.
Gangið hægt um gleðidyr
en gallharðir til Mora!
Össur Kristinsson

Fara á vef Vasahlaupsins

Lestu dagbókina!

Svíaríki dagur 3
6. mars.

Dagurinn hefur gengið stórátakalaust fyrir sig. Sérlega hefur verið gætt að því að Dóri hafi ekki séð um bíllykilinn, því ekki vildu menn að atburðir gærdagsins endurtækju sig. Byrjað var á því að versla það sem ekki var keypt í gær og Dóri prófaði nýju skíðin svona rétt til að athuga rennslið. Því næst var stormað til Sälen til að skoða rásmarkið. Þótti mönnum leiðin ansi drjúg og ekki laust við að glímuskjálftinn hafi aðeins aukist.

En allar efasemdaraddir voru þaggaðar niður um leið og öllu snúið upp í grín. Það fór nú samt ekki svo að ferðin væri alveg tíðindalaus, því rétt áður en rennt var í Sälen þurftu drengirnir að vökva sænsku skógana, var gengdarlausri orkuvökvadrykkju kennt þar um. Fór ekki betur en svo að vegkanturinn sem bílstjóra fannst vera stabíll með afbrigðum, var mýkri en svo að hann þyldi trukkinn. Var þar tekin létt æfing með efri búk, við það að ná bílnum upp á veg aftur með fjallkonuna við stýri. En sænski skógurinn var vel vökvaður. Var Dóra vitanlega kennt um, því hann er jú yngstur og hafði verið mest mál.

Nú þegar nálgast háttatíma eru strákarnir í óða önn að leggja lokahönd á undirbúninginn ásamt hinum nýja fóstbróður sínum, honum Baldri. Er verið að slípa og bera á skíði, líma miða og setja föt í töskur. Strákarnir eru yfirvegaðir og sallarólegir og ótrúlegt hvað þeir sýna mikla stillingu. Það verður vaknað kl. 3.30 í nótt að sænskum tíma og lagt af stað klukkustund síðar. Þetta er gert til að lenda ekki í umferðarteppu og troðningi.

Að lokum vill hópurinn þakka öllum þeim sem hafa sent kveðjur, þær efla og styrkja svo sannarlega baráttuandann.
Sissý


Aftur í efnisyfirlit